Leitarvélar á Netinu

Google er ein vinsælasta og öflugasta leitarvélin á Netinu. Upphafssíða Google og helstu leitarleiðbeiningar hafa verið þýddar á íslensku. Boðið er upp á m.a. að takmarka leit eingöngu við síður á íslensku.
Þegar leita á að fræðiefni er bent á GoogleScholar. Þar er leitað í efni vísindatímarita, á vefsetrum háskóla og í ýmsum vísindavefsetrum.

Leit.is er íslensk leitarvél (sbr. Um leit.is). Leitarvélin var fyrst opnuð almenningi í júní 1999. Leit.is uppfærir öll gögn íslenska hluta Internetsins daglega og auðveldar hún því notkun Netsins hérlendis. Leitarvélin er flokkuð og þar er m.a. að finna tengingar við fréttavefi landsins sem og stofnanir og fyrirtæki.

Athugið að hver sem er getur sett upplýsingar út á Netið og þar ægir saman vönduðu efni og miður áreiðanlegum upplýsingum. Við notkun heimilda af Netinu þarf því að kanna hvort viðkomandi heimild sé traust og upplýsingarnar áreiðanlegar

í Kennsluvef um upplýsingalæsi er meðal annars fjallað um leitir á Netinu og leitaraðferðir með hjálp leitarvéla. 

©Bókasafn og upplýsingamiðstöð bókasafns M.S.

Síðast uppfært: 22.06.2020