Gagnaskrá safnsins

Viskusteinn – Gagnaskrá bókasafnsins

Gagnaskrá safnsins - Viskusteinn - hefur það hlutverk að auðvelda notendum aðgang að gögnum bóka­safns­ins og er skráin lykillinn að efni þess. Sýnir hún annars vegar hvaða efni safnið á og hins vegar hvar efnið er að finna í hillu. Við uppbyggingu Viskusteins er notað bókasafnsforritið Metrabók sem notað er á um 80 bókasöfnum hér á landi.

Til að auð­velda heimilda­leitir er öllum safngögnum gefin stöðluð efnisorð sem byggð eru á ritinu: Kerfis­bundinn efnisorðalykill fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, 3. útg. 2001 og áorðnum breytingum sem samþykktar hafa verið í Efnisorðaráði Gegnis. Sjá vefinn Lykilskrá, https://lykilskra.landsbokasafn.is. Viskusteinn er aðgengilegur hér á vef skólans og á Netinu sjálfu (þ.e. Internetinu)

Síðast uppfært: 21.09.2017