Aðgerðaáætlun í umhverfismálum

Skólinn hefur sett sér það markmið að færa grænt bókhald og vera þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri. Grænt bókhald er fært í samvinnu við Umhverfisstofnun og tilgangur þess er að draga úr orku- og efnisnotkun.

Aðgerðir 2017-2018

  •  Skólinn stefnir að því að ná fram mælanlegri lækkun á magni orku sem er notuð í skólanum með reglubundnu eftirliti og stýringu á loftræstikerfi og notkun á vatni og rafmagni. 
  • Skólinn ætlar að fjölga flokkunarílátum í skólanum fyrir úrgang og ná fram hærra hlutfalli af úrgangi frá skólanum sem er flokkað til endurvinnslu.
  • Skólinn ætlar að draga úr notkun á plasti með því að velja síður vörur sem eru pakkaðar í plast, með því að skila til seljanda plastumbúðum og með því að gera alla meðvitaða um plastnotkun með því að flokka plastúrgang sérstaklega.
  • Skólinn stefnir að því að minnka umhverfisspor sitt með því að draga úr notkun jarðefnaeldneytis með því að hvetja starfsfólk sem og nemendur til þess að ferðast á umhverfisvænan máta. Til þess að auðvelda fólki að breyta ferðamáta sínum verður áfram unnið að því að bæta aðstöðu í skólanum fyrir þá sem koma hjólandi, gangandi eða hlaupandi í skólann.

Aðgerðir 2018-2019

  • Skólinn stefnir að því að ná fram enn frekari sparnaði í rafmagnsnotkun. Þetta verður gert með stífu eftirliti með ljósanotkun í skólanum, eftirliti með raftækjum og með því að skipta út ljósum í íþróttasal og setja LED lýsingu í staðinn
  • Skólinn stefnir að því að halda þeim árangri sem hefur náðst í sparnaði á heitu vatni
  • Skólinn stefnir að því að hækka verulega hlutfall úrgangs sem flokkaður er og verður það gert með fræðslu og eftirliti með losun úrgangs í flokkunargáma
  • Skólinn mun taka upp kolefnisjöfnun vegna ferða nemenda og starfsfólks. Þetta verður gert þannig að allar námsferðir innanlands- sem utan verða kolefnisjafnaðar. Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur vegna þessa og mun skólinn sjá til þess að greitt verði gjald fyrir hverja ferð og þar verður stuðst við viðurkenndar reiknivélar í þessu efni. Allt fjármagn sem kemur inn á kolefnisreikning skólans verður notað til að draga úr kolefnisspori skólans.
  • Skólinn stefnir að því að tengja betur verkefni nemenda í umhverfisfræði við aðgerðir skólans í umhverfismálum
Síðast uppfært: 28.11.2018