Grænn lífstíll

Á vef umhverfisstofnunar eru eftirfarandi 10 atriði dregin fram þegar kemur að grænum lífstíl (Heimild: https://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/. Sótt 5.12.2018)):

10 góð ráð fyrir grænan lífsstíl

  1. Dragðu úr neyslu, ekki kaupa ný tæki, föt, húsgögn og hluti nema að athuga fyrst hvort þú getir endurnotað eitthvað, látið gera við eða fengið lánað
  2. Notaðu visthæfar samgöngur; hjóla, ganga eða taka strætó og fljúgðu sem minnst.
  3. Flokkaðu allan úrgang og skilaðu til endurvinnslu
  4. Dragðu úr matarsóun, borðaðu staðbundið og lífrænt vottað
  5. Dragðu úr orkunotkun, mundu að slökkva rafmagnstækjum og ljósum sem ekki eru í notkun
  6. Verslaðu umbúðalaust, taktu box með í búðina, afþakkaðu umbúðir, notaðu margnota hluti í stað einnota
  7. Dragðu úr óþarfa efnanotkun og veldu umhverfisvottuð efni
  8. Ef þú þarft að kaupa eitthvað veldu umhverfisvottað
  9. Kolefnisjafnaðu eldsneytisnotkun þína fyrir bíl og flug
  10. Sýndu nægjusemi, slakaðu á og njóttu lífsins :)
Síðast uppfært: 05.12.2018