Jafnréttis- og mannréttindastefna MS

Í Menntaskólanum við Sund er þess gætt að nemendum og starfsfólki sé ekki mismunað eftir uppruna, þjóðerni, litarhætti,  kynferði, kynhneigð,  fjárhag,  tungu, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum eða öðru.

Stefna skólans er að vinna að jafnræði og jafnrétti allra minnihlutahópa þannig að þeir hafi sem jöfnust tækifæri.

Markmiðið er að stuðla að jafnrétti kynjanna í skólanum, jöfnum tækifærum, áhrifum og virðingu karla og kvenna bæði meðal starfsmanna og nemenda skólans.

Síðast uppfært: 10.08.2017