Aðgerðaáætlun gegn einelti

Einelti – viðbragðsáætlun í eineltismálum sem nemendur verða fyrir

Skilgreining á einelti 

Einelti er ofbeldi sem aldrei er réttlætanlegt. Talað er um einelti þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu áreiti og á erfitt með að verjast því. Sá sem er sterkari, árásargjarnari og frakkari níðist á þeim sem er líkamlega/félagslega veikari. Gerandinn misbeitir valdi gegn þolandanum.

(Heimili og skóli, www.heimiliogskoli.is; sótt 30. október 2009)

Hlutverk kennara og annarra starfsmanna:

 • Vísa grunsemdum um einelti strax til námsráðgjafa

Hlutverk nemenda:

 • Nemandi sem verður fyrir einelti leiti strax til námsráðgjafa
 • Nemandi sem verður vitni að einelti tilkynni námsráðgjafa það strax
 • Nemendur vísi grunsemdum um einelti  strax til námsráðgjafa

Hlutverk námsráðgjafa:

 • Upplýsir kennslustjóra um grunsemdir um einelti
 • Kallar eftir skriflegum upplýsingum frá öðrum kennurum
 • Kallar eftir skriflegum upplýsingum frá öðrum nemendum
 • Vinnur úr upplýsingum
 • Veitir kennslustjóra skriflegar upplýsingar um hvernig mál standi
 • Veitir þolanda stuðning
 • Veitir geranda/gerendum stuðning
 • Hefur samband við heimili viðkomandi eftir því sem þurfa þykir
 • Fræðir bekki þar sem upp koma eineltismál um líðan einstaklinga
 • Ef um mjög alvarleg mál er að ræða þá vísar ráðgjafi málinu til rektors

Hlutverk kennslustjóra

 • Kennslustjóri fylgist með ferli málsins frá byrjun gegnum námsráðgjafa
 • Kennslustjóri upplýsir aðra stjórnendur skriflega um málið
 • Kennslustjóri heldur saman gögnum um málið og skráir
 • Upplýsir um málið eftir þörfum innan skólans og utan

Forvarnir

 • Fræðslufundur fyrir kennara þar sem ferli eineltismála í skólanum er kynnt
 • Fræðsla um einelti, hvernig það lýsir sér og hvernig má stoppa eða fyrirbyggja einelti
 • Um aðgang að upplýsingum um einstök mál skal farið að gildandi lögum á hverjum tíma.
Síðast uppfært: 30.08.2017