Veikindi og leyfi

Rafræn veikindaskráning

  1. Skráið ykkur inn á Innu (inna.is). Forráðamenn skrá sig á sinni kennitölu. 
  2. Þá opnast nemendamyndin og hægra megin á síðunni stendur möguleikinn „Skrá veikindi“
  3. Smellið á skrá veikindi, veljið rétta dagsetningu og skráið skýringu ef þið viljið. Athugið að þið getið skráð fyrir tvo daga, þ.e. daginn sem skráningin er gerð og næsta dag. Ekki er hægt að nýta þennan möguleika til að skrá veikindi liðinna daga en þá er hægt að tilkynna veikindi í tölvupósti á msund@msund.is. 
  4. Ýtið síðan á hnappinn „Senda inn“.Skráningin tekur gildi þegar skólinn hefur staðfest veikindin.

Almennt um skráningu veikinda og leyfa

  1. Veikindi ber að tilkynna skriflega. Hægt er að  skrá veikindafjarvistir í Innu (sjá leiðbeiningar hér að ofan) eða senda tölvupóst á skrifstofu skólans (msund@msund.is). Veikindaskráning eða tilkynningar um veikindi þurfa að berast innan hálfs mánaðar frá því að veikindum lýkur. Veikindi nemenda undir 18 ára staðfesta foreldrar um leið og þeir skrá veikindin í Innu/senda tilkynningu en nemendur sem eru 18 ára þurfa að skila læknisvottorði svo veikindi verði samþykkt.  
  2. Fari veikindastundir yfir 70 tíma á önn verður nemandi /forráðamaður að gera námsráðgjafa grein fyrir veikindunum og útvega langtímavottorð hjá lækni sé um þess konar veikindi að ræða. Nemendur með langtímavottorð fá þá sérstaka meðhöndlun vegna verkefnaskila ef það er hægt en úrlausn er alltaf háð námsmati í áfanga.
  3. Leyfisveitingar miðast við ákvæði Aðalnámskrár og vinnureglur skólans. Ávallt skal sækja skriflega um leyfi með góðum fyrirvara og skal senda umsókn á kennslustjóra skólans. Skólaráð fjallar um og afgreiðir leyfisumsóknir. *Almennt veitir skólinn ekki leyfi í tengslum við dægradvöl, tómstundir og atvinnu nemenda og á það einnig við um skemmtiferðir til útlanda
  4. Skólinn veitir tvær tegundir af leyfum:  Almenn leyfi (skráð L) eru veitt þegar nemandi forfallast af gildum ástæðum, leyfið tekur til skólasóknar en ekki námsmats. Sérstök leyfi (skráð U) eru veitt við sérstakar aðstæður í samræmi við ákvæði Aðalnámskrár og taka bæði til skólasóknar og námsmats. 
Síðast uppfært: 12.09.2018