Öryggismál

Öryggisnefnd Menntaskólans við Sund

Eftirtaldir aðilar skipa öryggisnefnd MS:

  • Hjördís Jóhannsdóttir þjónustufulltrúi og öryggistrúnaðarmaður
  • Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir kennari og öryggistrúnaðarmaður
  • Gunnlaugur Ísleifsson umsjónarmaður og öryggisvörður
  • Helga Sigríður Þórsdóttir rektor og öryggisvörður

112 - handbókin

Skólinn gefur út handbókina 112 sem m.a. inniheldur upplýsingar og leiðbeiningar um það hvernig skuli brugðist við komi upp vá í skólanum. Þar er fjallað um hvernig skuli brugðist við ef eldur verður laus í skólanum. Jafnframt eru þar leiðbeiningar um viðbrögð við vá af völdum jarðskjálfta og vá af manna völdum. Í handbókinni 112 eru einnig upplýsingar og leiðbeiningar um fyrstu hjálp.

Skólinn gaf fyrst út handbókina 112 árið 2009. Þessi handbók tók á viðbrögðum við eldsvoða, jarðskjálftavá og annarri vá sem steðjað getur að skólanum . Einnig var þar að finna fræðslu um slökkvitæki og fyrstu hjálp og rýmingaráætlun skólans. Útgáfan 2018 er fjórða útgáfa af handbókinni en öryggisnefnd MS stendur að útgáfunni að þessu sinni. Ákveðið hefur verið að gefa út árlega uppfærðan lista með öryggisventlum þannig að listinn í útgáfu 4 af 112 á ekki lengur við. Sjá réttan lista á undirsíðunni hér til hliðar.

112 Handbók um öryggismál í MS útg5_ 2022.pdf


Aðgerðir í öryggismálum 2022-2023

  • Halda námskeið í fyrstu hjálp fyrir starfsmenn MS.
  • Gefa út nýja útgáfu að öryggishandbókinni 112 fyrir vorið 2023.
  • Umbætur á vinnuaðstöðu starfsmanna.
  • Bruna/rýmingaræfing á vormánuðum 2023.
Síðast uppfært: 24.03.2023