Gjaldskrá Menntaskólans við Sund 2020-2021

Þessi gjaldskrá tekur gildi 1.6.2020 og tekur til kostnaðar sem fellur til skólaárið 2020-2021.

Innritunargjöld

Með því að greiða innritunargjöld staðfesta nemendur skólavist sína. Nemendur sem ekki greiða innritunargjöld fyrir upphaf skólaárs geta átt það á hættu að verða teknir af skrá skólans. Innritunargjöldin skiptast eftirfarandi:

1. Innritunargjald fyrir skólaárið er kr. 12.000. Innritunargjald er lögbundið og óafturkræft

2. Efnis-, pappírs og tölvugjald fyrir skólaárið kr. 15.000

3. Nemendafélagsgjald, SMS, (valkvætt) kr. 9.900

4. Foreldraráð MS (valkvætt) kr. 500

Samtals kr. 37.400

Athugið: Vanskilagjald að upphæð 750 krónur bætist við séu gjöld ekki greidd fyrir eindaga.

Kjósi nemandi að vera utan Skólafélags Menntaskólans við Sund (SMS) eða sleppa greiðslu til foreldraráðsins þarf að tilkynna um slíkt í  tölvupóst til fjármálastjóra (svaval@msund.is) ekki síðar en 1. ágúst 2020 og óska eftir endurgreiðslu á nemendafélagsgjaldi og/eða greiðslu til foreldraráðs.   Viðskiptabanki skólans er Landsbanki Íslands, útibú 0111.

Sérþjónusta

1. Brautarskipti/línuskipti kr. 10.000

2. Matsgjald kr. 10.000

3. Gjald vegna afrita af skjölum svo sem skírteina og námsferla kr. 1.000

4. Viðbótarprentkvóti kr. 10 fyrir hvert blað (lágmarkseining 50 blöð)

5. Prentþjónusta kr. 50/A4 blað og kr. 100/A3 blað

6. Gjald vegna valfrjálsra námsferða: Nemendur greiða raunkostnað af ferðinni.

7. Próftaka í MS frá öðrum skóla: Gjald að upphæð 2000 krónur er tekið fyrir hvert próf.

8. Annar sérstakur kostnaður við áfanga sem teknir eru í vali: Nemendur bera kostnað sem fylgir sérstökum áföngum sem þeir taka sem valáfanga. Hér er til dæmis um að ræða kostnað við ferðir, aðgangseyri inn á sýningar, í leikhús eða í bíó svo dæmi eru tekin. Þá greiða þeir gjald vegna kolefnisjöfnunar ferða í valkvæmum ferðum en skólinn greiðir sambærilegt gjald fyrir nemendur vegna skylduferða.

Efnisgjöld í einstökum áföngum

Efnisgjald í einstökum áföngum er sett til að standa straum af kaupum á efni fyrir nemendur sem þeir nota í verklegu námi sínu og eignast að áfanga loknum.

ÁfangiEfnisgjald
Það sem greitt er fyrir
Fatahönnun og fatasaumur, efnisgjald í valgrein

5.900


Prufu- og fataefni í eina flík. Pappír í skissubók, grunnlitir í tvinna, sníða-pappír, tímarit o.fl. Ekki sérhæfð efni.
Myndlistarval, efnisgjald í valgrein

6.000


Mest allt efni, s.s. pappír, litir, málning, blýantar. Ekki sérhæfðir hlutir.
Leirmótun og þrívíð verk, efnisgjald í valgrein

6.500


Mest allt efni, s.s. leir, glerungur og gifs. Ekki sérhæfðir hlutir.
Kennslugögn

Kennslugögn í lýðræðisvitund og siðferði

Kostnaður fyrir áfangann í stað kennslubókar kr. 2.500.

Rafræn kennslugögn

Nemendur bera kostnað af rafrænum kennslugögnum eins og er einnig með kostnað af hefðbundnum kennslubókum.
Síðast uppfært: 23.06.2020
Undirsíður:
Endurgreiðsla gjalda