Almennar upplýsingar
Staðsetning
Menntaskólinn við Sund. Gnoðarvogi 43, 104 Reykjavík. Sími: 003545807300. Netfang : msund@msund.is
Einkunnarorð skólans eru:
VIRÐING - JAFNRÉTTI - ÁBYRGÐ - HEIÐARLEIKI
Þriggja anna áfangakerfi
Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli og býður upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs þar sem skólaárinu er skipt í þrjár jafnlangar annir. Það er markmið skólans að bjóða nemendum góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða námsbraut eða á hvaða námslínu þeir eru. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega kennsluhætti, nýtingu upplýsingatækni í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við fyrirtæki og stofnanir og símenntun starfsmanna sinna.
Starfsfólk og nemendur
Heildarfjöldi starfsmanna eru ríflega 70 og nemendur rúmlega 700. Allir nemendur skólans eru í námi til stúdentsprófs. Vorið 2018 brautskráðust síðustu nemendur skólans úr fjögurra ára bekkjarkerfi og jafnframt fyrstu stúdentar úr þriggja anna áfangakerfi.
Rektor Menntaskólans við Sund
Helga Sigríður Þórsdóttir Frá 16.3.2021