Valdagar

Valdagar eru þrír á hverju ári.  Skólaárið 2018 – 2019 verða valdagarnir  23. október, 22. janúar og  9. apríl. Í aðdraganda valdaga eru umsjónarfundir með nemendum.

Valdagar hafa eftirfarandi megineinkenni:

Nýnemar á fyrsta ári: Nemendur staðfesta brautarval sitt, velja hvar þeir vilja dýpka sig í námi, hvaða listgrein þeir hyggjast taka og áætla námslok.  Síðasta valdag skólaársins velja þeir aðra sérhæfingu og framhaldsáfanga í íslensku.  Hér má sjá kynningarmyndband almennt um valdaginn og hvernig fylla á út valblað valdagsins 09.04.19
https://www.youtube.com/playlist?list=PLZjiufA8BXhCwi9zBhzE9wWtFHkqTRPfp

Nemar á öðru ári: Útfæra af nákvæmni val sitt á áföngum í skólanum,  eftir því sem við á.  Vinna að skipulagi námsferils síns og  gera skipulag fram að námslokum.  Hér má sjá kynningarmyndband almennt um valdaginn og hvernig fylla á út valblað valdagsins 09.04.19
https://www.youtube.com/playlist?list=PLZjiufA8BXhCBg9-af-HenL18yw4_uUpq

Nemar á þriðja ári: Vinna að námslokum við skólann og hvernig námsferli verði lokið.

Síðast uppfært: 04.04.2019