]Skólanámskrá Menntaskólans við Sund skiptist í almennan hluta og námsbrautarlýsingar.

Í almennum hluta skólanámskrár er gerð grein fyrir starfsemi skólans, helstu áherslum og stefnumörkun, stjórnskipan, námsframboði og skipulagi náms, kennsluháttum, námsmati, stuðningi, ráðgjöf og þjónustu við nemendur, réttindum og skyldum nemenda, foreldrasamstarfi og samstarfi við utanaðkomandi aðila, sjálfsmati og gæðamálum og öðru sem skóli kýs að kveða á um í skólanámskrá. Jafnframt skal skóli gera grein fyrir því hvernig hann uppfyllir skilyrði samkvæmt almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla og markmið laga þessara og reglna sem settar eru með stoð í þeim. [Sjá nánar hér á heimasíðu ákvæði almenns hluta skólanámskrár MS annars vegar undir Skólinn og hins vegar undir Námið]

Í námsbrautarlýsingu er kveðið á um innihald og vægi áfanga í einstökum greinum, samhengi í námi, vægi námsþátta og lokamarkmið náms. Þar er skilgreindur ákveðinn lágmarksfjöldi áfanga og eininga í einstökum námsgreinum og inntak náms í megindráttum. [Sjá nánar]

Síðast uppfært: 17.08.2018