Viðmið NÆRI2NÆ05(MS)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • uppsprettum matvæla; dýraríki, jurtaríki og unnin matvæli
 • helstu orkuefnum fæðunnar; fitu, prótein og kolvetni
 • samsetningu fitu, orkuinnihald, þríglýseríð, fríar fitusýrur, mettuð fita, einómettuð og fjölómettuð fita, nafnakerfið, ω fitusýrur og cis- og trans fita
 • fitusamsetningu mismunandi matvæla
 • samsetningu próteina, orkuinnihald, amínósýrur, amínósýruhlutfall og gæði próteina
 • próteininnihaldi og samsetningu mismunandi matvæla
 • samsetningu kolvetna; einsykrur, tvísykrur, fjölsykrur
 • kolvetnainnihaldi og samsetningu mismunandi matvæla
 • hlutverki bætiefna; vítamína og steinefna
 • vatns- og fituleysanlegum vítamínum
 • steinefnum og snefilsteinefnum, málmum og málmleysingjum
 • helstu áhrifum bætiefnaskorts á líkamsstarfsemi
 • algengum næringartengdum sjúkdómum
 • ráðleggingum Landlæknisembættis um næringu, Manneldismarkmið og ráðlagða dagskammta/neysluviðmiða
 • hvers vegna neyslukannanir eru lagðar fyrir
 • næringarefnatöflum og töflum um ráðlagða dagskammta
 • meltingu og frásog næringarefna
 • hlutverki fæðubótarefna
 • hugtakinu grunnefnaskipti
 • hugtakinu offita og helstu kenningar sem tengjast umræðunni um offitu
 • hefðbundnum og óhefðbundnum megrunaraðferðum
 • hugtökunum góð/vond blóðfita; HDH, LDH og VLDH
 • næringarþörfum valinna hópa
 • fæðutegundum sem valdið geta ofnæmis- eða óþolsviðbrögðum
 • orku- og næringarþörf mismunandi hópa, eftir aldri, líkamsástandi og hreyfingu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • geta flokkað gæði fitu eftir efnasamsetningu
 • geta flokkað gæði próteina eftir efnasamsetningu
 • geta flokkað kolvetni eftir efnasamsetningu; frúktósi, trefjaefni og önnur kolvetni
 • geta sett saman mataræði/matseðil samkvæmt opinberum ráðleggingum
 • geta fundið út næringargildi einstakra matartegunda
 • geta nýtt sér innihaldslýsingar á matvælaumbúðum
 • geta reiknað út næringargildi matvæla eftir næringartöflum
 • geta aðlagað orkuþörf einstaklinga að mismunandi orkunotkun
 • geta sett saman dagsmatseðil og metið eign neysluvenjur
 • geta sett saman matseðla fyrir gesti sem haldnir eru mismunandi óþoli/ofnæmi
 • geta notað næringarforrit

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • beita hugtökum næringarfræðinnar
 • afla frekari þekkingar á sviði næringarfræðinnar
 • taka ábyrgð á eigin lífi með tilliti til næringarþarfa og heilbrigðis
 • taka þátt í umræðum um viðfangsefnin
 • meta samspil orkuþarfar og orkuneyslu og geta brugðist við ef þetta jafnvægi raskast
 • meta þörf fyrir neyslu fæðubótarefna s.s. vítamín D
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
 • tengja næringarfræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar

Námsmat

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Síðast uppfært: 28.11.2018