Viðmið LÍFF3ÖF05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:            

 • hugtökum námsefnis á íslensku og ensku                 
 • stöðu örvera í lífheiminum                 
 • flokkun og gerð örvera       
 • einkennum og lifnaðarháttum helstu örveruflokka            
 • mikilvægi örvera í vistkerfum og þýðingu í daglegu lífi          
 • sjúkdómsvaldandi örverum       
 • viðbrögðum ónæmiskerfis mannsins við sjúkdómsvaldandi örverum                 
 • sýklalyfjaónæmi                
 • hagnýtri notkun örvera í iðnaði og líftækni   

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  beita hugtökum námsefnis      
 •  leggja mat á mikilvægi örvera í lífheiminum     
 •  sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
 •  draga ályktanir af niðurstöðum verklegra æfinga og beita til þess þekkingu á viðfangsefninu    
 •  tjá sig um námsefnið bæði munnlega og skriflega
 •  nýta upplýsingatækni við öflun heimilda við verkefnavinnu             
 •  vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námsefninu 
 •  setja fram og lesa upplýsingar úr myndrænni framsetningu               
 •  hanna rannsóknarverkefni og beita viðeigandi aðferðum við úrlausn     

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                      

 •  tengja undirstöðuþekkingu á örverum við daglegt líf  
 •  gera sér grein fyrir mikilvægi örvera í vistkerfum       
 •  draga rökstuddar ályktanir út frá upplýsingum sem tengjast viðfangsefni áfangans 
 •  vinna sjálfstætt að úrlausnum verkefna          
 •  taka upplýsta afstöðu í umræðum sem lúta að viðfangsefni áfangans t.d. gildi bólusetninga, smithættu og hagnýtingu örvera   
 •  afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið 
 •  takast á við frekara nám í náttúrufræðum 
Síðast uppfært: 06.02.2018