Viðmið LÍFF3LO05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á             

 • sérhæfðum sviðum líffræðinnar     
 • sérhæfðum orðaforða á íslenskri og enskri tungu sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám           
 • sérhæfðri rannsóknarvinnu fræðigreinarinnar líffræði         

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                         

 •  gera raunhæfar áætlanir um skrif heimildaritgerða og rannsókna        
 •  nýta sér rannsóknartæki og hugbúnað í tengslum við sérhæfð verkefni       
 •  nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni             
 •  safna upplýsingum, vinna úr þeim og miðla til annarra                
 •  setja fram og túlka myndir og gröf   
 •  skipuleggja rannsóknarverkefni, framkvæma og útskýra                   
 •  hagnýta sér tengsl milli stærðfræði og náttúru- og raungreina til úrlausnar verkefna                    
 •  tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi               

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 •  auka skilning sinn á líffræðilegum viðfangsefnum 
 •  nýta sér þekkingu í meðferð heimilda 
 •  beita mismunandi rannsóknaraðferðum og túlka niðurstöður         
 •  geta yfirfært og beitt þekkingu úr einum efnisþætti eða fleirum við lausn verkefna í öðrum efnisþáttum og greint samhengi þar á milli           
 •  útskýra, greina, draga ályktun af og miðla niðurstöðum rannsóknar                
 •  taka þátt í og stjórna upplýstri umræðu um málefni er snerta vísindi, tækni og samfélag          
 •  taka þátt í vísindaráðstefnu þar sem skipst er á skoðunum eftir kynningar á rannsóknarverkefnum 
 •  taka ábyrgð á eigin námi 
Síðast uppfært: 06.02.2018