Viðmið LÍFF3AT05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:          

 • dýrum, atferli þeirra og þýðingu fyrir vistkerfið            
 • hvort erfðir hafi áhrif á hegðun dýra eða hún sé áunnin                 
 • mökunarkerfi dýra og tilgangi með þeim                   
 • félagskerfum dýra          
 • fari dýra og ratvísi 
 • stofn dýra og þáttum sem hafa áhrif á stofnvöxt
 • samfélögum dýra og þáttum sem móta þau

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

 •  vinna með líffræðileg hugtök á íslensku og ensku                 
 •  leita sér heimilda um afmarkað efni og nýta þær á viðeigandi hátt               
 •  setja fram og túlka gröf                
 •  sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð   
 •  tjá skoðanir sínar, túlka niðurstöður á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
 •  vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námsefninu      
 •  hanna rannsóknarverkefni og beita viðeigandi aðferðum við úrlausn

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                              

 •  meta upplýsingar á gagnrýninn hátt       
 •  miðla niðurstöðum verkefna af öryggi á fjölbreyttan hátt  
 •  geta tengt saman ólíka efnisþætti við úrlausn verkefna    
 •  skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt 
 •  greina nauðsynlegar upplýsingar úr safni upplýsinga, hagnýta þær og miðla hvort sem er í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum 
 •  greina, útskýra og draga ályktanir af niðurstöðum verklegra æfinga
Síðast uppfært: 06.02.2018