Viðmið LÍFF2NL05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:         

 • helstu aðferðum vísinda                        
 • byggingu og starfsemi frumna                
 • mismunandi æxlunaraðferðum lífvera              
 • byggingu og starfsemi æxlunarkerfis manna                       
 • kynhormónum og stjórnun á kynstarfsemi mannsins               
 • helstu kynsjúkdómum og mikilvægi getnaðarvarna                 
 • frumuhring og ferli frumuskiptinga, bæði mítósu og meiósu                
 • erfðaefninu, afritun þess og prótínmyndun                 
 • Mendelskri erfðafræði                       
 • tengslum milli stökkbreytinga, erfða og þróunar lífvera                  

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                                            

 •  beita grunnhugtökum líffræðinnar              
 •  greina frumulíffæri             
 •  lesa í samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar      
 •  meta áhrif lífshátta á kynheilbrigði                  
 •  greina á milli meiósu og mítósu             
 •  beita lögmáli Mendels um arfgengi m.a. til að lesa úr ættartöflum og reikna út líkur á tiltekinni svipgerð ef arfgerð foreldra er þekkt  
 •  beita aðferðum vísindanna
 •  vinna með ljóssmásjá
 •  framkvæma verklegar æfingar með leiðsögn
 •  nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
 •  setja fram og túlka gröf og myndir og draga ályktanir af niðurstöðum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                       

 •  yfirfæra þekkingu sína á líkamsstarfsemi almennt            
 •  afla frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt og meta gildi þeirra                    
 •  miðla niðurstöðum á gagnrýninn hátt í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða með töflum         
 •  meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans           
 •  tengja undirstöðuþekkingu í erfðafræði við daglegt líf og átta sig á notagildi hennar                 
 •  koma þekkingu sinni á framfæri á skapandi hátt 
 •  taka upplýsta afstöðu í umræðu um efni sem tekið er fyrir í áfanganum
Síðast uppfært: 06.02.2018