Viðmið LÍFF2BL05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:    

 • hugtökum námsefnis á íslensku og ensku
 • mismunandi leiðum lífvera til að hafa samskipti sín á milli       
 • hvernig frumur „tala saman“ til að samhæfa lífsstörf
 • eðli hormóna og byggingu og starfsemi innkirtlakerfis
 • eðli taugaboða ásamt byggingu og starfsemi taugakerfis
 • hvernig boðflutningskerfin stuðla að viðhaldi samvægis í líkamanum   
 • áhrifum vímuefna á heilann
 • mismunandi gerðum skynnema og skynfæra      
 • sjúkdómum af völdum röskunar í boðleiðum líkamans s.s.krabbameins og geðsjúkdóma         
 • áhrifum eiturefna á boðskipti í líkamanum     
 • vistkerfum á norðlægum slóðum og áhrifum mannsins á þau

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  beita hugtökum námsefnis
 •  tengja í heild mismunandi leiðir líkamans til upplýsingamiðlunar
 •  vinna sjálfstætt við verklegar æfingar
 •  draga ályktanir af niðurstöðum verklegra æfinga og beita til þess þekkingu á viðfangsefninu
 •  tjá sig skriflega um námsefnið 
 •  geta greint frá frávikum í eðlilegri líkamsstarfsemi líffærakerfa sem snúa að boðskiptum líkamans         
 •  nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu                  
 •  vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námefninu         
 •  lesa upplýsingar úr grafískri framsetningu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:           

 •  tengja undirstöðuþekkingu á boðkerfum líkamans við daglegt líf          
 •  gera sér grein fyrir hvernig boðkerfi lífverunnar miða að því að viðhalda innra jafnvægi þrátt fyrir breytingar á ytra umhverfi      
 •  geta dregið ályktanir út frá upplýsingum sem tengjast viðfangsefni áfangans 
 •  afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið    
 •  bera virðingu fyrir og taka ábyrga afstöðu til hegðunar sinnar m.t.t. lifandi náttúru og eigin líkama                
 •  geta unnið sjálfstætt að úrlausnum verkefna                    
 •  taka upplýstar ákvarðanir varðandi notkun vímuefna 
 •  takast á við frekara nám í náttúrufræðum 
Síðast uppfært: 06.02.2018