Viðmið LEIR3LÞ05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                                   

  • mismunandi stílum                                
  • munsturgerð                     
  • hvaða efni og aðferð hentar best við útfærslu hugmyndar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                   

  •  nýta hugmyndaflug og sköpunarkraft til að vinna verk úr mismunadi efnum og endurnýttum efniviði                     
  •  vinna með mismunandi mótunaraðferðum
  •  hanna nytjahlut, form og skreyti og fjölfalda með því að nota gifsmót

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                      

  •  nýta sér efnivið úr umhverfinu til að útfæra hugmyndir í fullgerð verk     
  •  skipuleggja vinnuferli
  •  sýna frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í verkum sínum
Síðast uppfært: 06.02.2018