Viðmið LEIR1LM05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:   

 • hvað þarf að varast við meðhöndlun leirs
 • eiginleikum mismunandi leirtegunda og hvaða leirtegund hentar best hverju sinni                   
 • brennslumarki leirs og glers         
 • hvaða mótunaraðferð hentar  hverju sinni við útfærslu verkefnis

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  útfæra mismunandi mótunaraðferðir; kúlu, pylsu og plötu
 •  geta hnoðað og mótað leir           
 •  festa saman plötur/pylsur svo að hrökkvi ekki í sundur í þurrkunarferlinu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                          

 •  nýta sér grundvallaraðferðir við mótun
 •  meðhöndla leir og ganga frá á nytjahlutum
 •  útfæra hugmynd í fullgert verk     
 •  forma og þróa eigin hugmyndir 
 •  sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
Síðast uppfært: 06.02.2018