Viðmið KVIK1MG05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                                          

 • mismunandi kvikmyndaformum og geti greint og metið á gagnrýnan hátt mismunandi þætti í þeim                           
 • hvað klippiforrit gera                  
 • hvað tónlistarforrit gera                
 • grunnatriðum þess að taka upp vídjó                
 • mismunandi aðferðum við gerð vídjóa

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                              

 •  klippa vídjó og nota “effecta”                       
 •  gera eigin hljóðsetningu                
 •  grunnatriðum þess að búa til tónlist á tölvum og geta sett hana undir eigin myndverk         
 •  búa til myndefni fyrir lifandi tónlist

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                                   

 •  byggja upp þróaðar og sjálfstæðar aðferðir í hugmyndavinnu, kvikmyndun, klippingu og vinnslu umhverfishljóða       
 •  geta klárað vinnuferli kvikmynda, þróað hugmyndir, skrifað handrit og gert verkskipulag, vinnu við sviðssetningu, lýsingu, tökur og leikstjórn eftir þörfum, auk þess að ljúka verkinu með klippingu, hljóðsetningu, titlun og annarri eftirvinnslu
Síðast uppfært: 06.02.2018