Viðmið JARÐ2AJ05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                

 • jarðvísindum sem vísindagrein  
 • uppruna jarðar og sólkerfisins      
 • landslagi Íslands og smærri jarðfræðifyrirbærum     
 • hvaða efni koma upp í eldgosum og hvað stjórnar efnasamsetningunni          
 • nokkrum storkubergstegundum, myndun þeirra og storkubergsmyndunum   
 • innri gerð jarðar og mismunandi gerð jarðskorpufleka og flekamarka              
 • þeim tegundum misgengja sem koma fyrir á Íslandi          
 • flekaskilunum sem ganga í gegnum Ísland (rekbeltið) og mismunandi legu þess í aldanna rás        
 • mismunandi tegundum jarðskjálftabylgna       
 • hvar helst má vænta eldgosa á Íslandi og almennt á jörðinni               
 • hvernig ytri náttúruöfl móta landið

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  greina nokkrar frumsteindir, útfellingar og holufyllingar                 
 •  greina á milli helstu bergtegunda            
 •  greina á milli þeirra náttúruafla sem móta landið                
 •  greina á milli mismunandi tegunda eldsumbrota og eldstöðva

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:   

 •  segja til um hugsanlegar afleiðingar mismunandi eldsumbrota      
 •  fjalla um og tengja saman þá jarðfræðilegu ferla sem nú eiga sér stað við þá ferla sem hafa skapað ásýnd landsins og tilurð þess      
 •  sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt virkni í gagnaöflun 
 •  meta mismunandi verðmæti jarðfræðifyrirbæra 
 •  tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og daglegt líf 
Síðast uppfært: 06.02.2018