Viðmið ÍSLE3YL05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                                       

 • helstu bókmenntahugtökum                 
 • þekktum verkum úr bókmenntasögunni     
 • mikilvægi skipulags og sjálfsábyrgðar í námi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                        

 •  vinna sjálfstætt                      
 •  skipuleggja sig                  
 •  útbúa eigið lestrar- og námsskipulag og standa við það og tileinka sér notkun á helstu hugtökum bókmenntagreiningar 
 •  jafnframt skal nemandi hafa öðlast færni í að tjá sig á skipulagðan hátt um innihald valdra bókmenntaverka, bæði skriflega og munnlega

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                       

 •  njóta þeirra bókmennta sem hann les í framtíðinni og geta sett þær í stærra samhengi  
 •  tjá sig á skipulagðan hátt                      
 •  geta skipulagt sig og unnið skilvirkt 
 •  sýna sjálfstæð vinnubrögð             
 •  sýna frumkvæði
Síðast uppfært: 06.02.2018