Viðmið ÍSLE3HB05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

 • völdum bókmenntum frá tímabilinu       
 • helstu straumum og stefnum og nokkrum höfundum og verkum í íslenskri bókmenntasögu                 
 • hlut kvenna í bókmenntum og bókmenntasögu              
 • einni viðamikilli skáldsögu         
 • algengum bragreglum og bragarháttum                  
 • myndmáli og stílbrögðum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:               

 •  greina bókmenntatexta frá ýmsum tímum      
 •  lesa og túlka bókmenntir með gagnrýnum augum            
 •  tjá sig í ræðu og riti um valin verk, höfunda og stefnur tímabilsins                
 •  skilja, greina og beita myndmáli og stílbrögðum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:           

 •  greina áhrif helstu strauma og stefna á höfunda og verk frá ýmsum tímum          
 •  gera sér grein fyrir hlutverki bókmennta í samfélaginu og áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag                 
 •  nýta sér bókmenntahugtök til skilnings á hvers kyns orðræðu                            
 •  setja fram mál sitt í ræðu og riti á gagnrýninn og rökstuddan hátt 
 •  kynna skáld og skáldskap á frumlegan og skapandi hátt 
Síðast uppfært: 06.02.2018