Viðmið ÍSLE2LR05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                                     

 • mikilvægi lestrar og helstu aðferðum til að auka hraða og lesskilning   
 • gildi góðrar framsetningar í ræðu og riti      
 • a.m.k. einni nútímaskáldsögu og grunnhugtökum í bókmenntafræði              
 • samhengi tungumáls og menningar        
 • meðferð og skráningu heimilda
 • bókmenntatextum sem tengjast m.a. menningu, sögu, náttúrulæsi og kynjafræði                      
 • helstu hugtökum í ritgerðasmíð                

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að                                    

 •  lesa sér til gagns og gamans, með auknum leshraða og lesskilningi                    
 •  skrifa margvíslega texta, svo sem fréttir, viðtöl, útdrætti og örsögur                       
 •  skrifa heimildaritgerð                
 •  temja sér vönduð vinnubrögð við ritsmíðar og leggja rækt við ritunarferlið                
 •  ræða um þróun íslenskrar tungu og gildi tungumálsins fyrir íslenskt samfélag                         
 •  nota viðeigandi hjálpargögn við ritsmíðar                 
 •  temja sér aðferðir við að rýna í margvíslega texta               
 •  skrá heimildir og vísa í þær samkvæmt reglum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:    

 •  beita grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um skáldverk                 
 •  fjalla um og túlka nútímaskáldsögu og tengja við eigin reynsluheim                   
 •  auka og bæta við orðaforða sinn og málskilning               
 •  skrifa vandaðan texta á vönduðu og blæbrigðaríku máli           
 •  tjá sig um þróun tungumálsins og gildi þess fyrir samfélagið         
 •  tjá sig í ræðu og riti um ýmsa bókmenntatexta 
 •  vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið 
Síðast uppfært: 06.02.2018