Viðmið ÍSLE2FB05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                          

 • fornum textum, þ.e. eddukvæðum og a.m.k. einni fornsögu                     
 • helstu einkennum þessara fornu texta                   
 • helstu atriðum í heimsmynd norrænnar goðafræði       
 • ritunartíma fornsagnanna og menningararfleifð Íslendinga              
 • fræðilegri umfjöllun um íslenskar fornbókmenntir
 • ritgerðasmíð og heimildavinnu        

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                     

 •  lesa forna texta og greina helstu einkenni þeirra                 
 •  skoða fornan menningarheim í gegnum bókmenntir       
 •  bera saman heimsmynd fornbókmennta við íslenskan samtíma                            
 •  tjá sig um fornar bókmenntir og gildi þeirra fyrir samfélagið                 
 •  skrifa og ganga frá heimildaritgerðum   

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 •  gera grein fyrir hugmyndaheimi íslenskra fornbókmennta             
 •  túlka og skýra heimsmynd og meginhugmyndir norrænnar goðafræði og tengja við menningu nútímans              
 •  öðlast læsi á forna menningu Íslendinga                     
 •  beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta 
 •  beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti 
 •  vinna skapandi verkefni í tengslum við forna texta 
Síðast uppfært: 06.02.2018