Viðmið FATA2FF05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:            

 • Hugmyndaöflun,skissuvinnu og tískuteikningum með skyggingum
 • Uppbyggingu á sniðum, sniðhlutum, sniðmerkingum og sniðbreytingum
 • Í saumtækni til að setja saman flík
 • Orðaforða greinarinnar til að geta notað skýringarmyndir og vinnulýsingar í saumaskap og nokkrum aðferðum við textílskreytingar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  Vinna hugmyndavinnu og koma hugmyndum sínum á blað
 •  Útfæra snið eftir eigin hugmyndum og málum fara eftir verklýsingum og reikna efnisþörf
 •  Nota saumavélar og sauma flíkur
 •  Temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnunna

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 •  Vinna hugmyndir, skissa og vinna útfrá þeim skyggðar tískuteikningar
 •  Breyta grunnsniðum að sínum hugmyndum                      
 •  Gera vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík skipulega skil í vinnuskýrslu með  teikningum og orðaforða greinarinnar
 •  Nota tölvur við upplýsingaöflunar
 •  Vinna eftir leiðbeiningum og temja sér vönduð vinnubrögð
Síðast uppfært: 06.02.2018