Viðmið FATA1HS05(ms)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:  

 • hugmyndaöflun, skissuvinnu, tískuteikningum og flötum vinnuteikningum
 • hvernig líkamsmál eru tekin og gerður samanburður við stærðartöflur
 • orðaforða greinarinnar til að geta notað skýringarmyndir og vinnulýsingar
 • uppbyggingu grunnsniða, einföldum sniðbreytingum og efnisþörf         
 • hvernig sniðhlutar eru lagðir á efni eftir þráðréttu og saumför og aðrar merkingar eru teiknuð inn  á efnið
 • grunnatriðum í saumtækni og vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  geta sett hugmyndir sínar á blað
 •  taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
 •  nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
 •  útfæra einföld snið út frá grunnsniðum eftir eigin hönnunarteikningum
 •  geta raðað sniðhlutum á efni
 •  nota saumavélar og þekki notagildi stillinga, saumavélafóta og saumavélanála
 •  temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnunnar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:               

 •  skissa hugmyndir og vinna út frá þeim tískuteikningar og flatar vinnuteikningar     
 •  aðlaga grunnsnið að mældum líkamsmálum                     
 •  nota grunnsnið til að vinna einfaldar sniðbreytingar út frá eigin hönnunarteikningum og sauma einfaldar flíkur                          
 •  gera vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík skipulega skil í vinnuskýrslu með teikningum og orðaforða greinarinnar            
 •  nota tölvur við upplýsingaöflun. 
 •  vinna eftir verklýsingum og temja sér vönduð vinnubrögð 
Síðast uppfært: 06.02.2018