Viðmið DANS2MM05(ms)

Þekkingarviðmið 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:                         

 • góðum, almennum orðaforða sem gerir honum kleift að bjarga sér í dönsku málsamfélagi
 • hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu almennt
 • hvernig danska gagnast honum í daglegu lífi og námi
 • danska menningarsvæðinu, einkum á menntakerfinu og norrænni samvinnu
 • dönsku nútímasamfélagi og hvernig það er samsett af mismunandi þjóðarbrotum, viðhorfum og gildum

Leikniviðmið 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:                         

 •  skilja fyrirhafnarlítið þegar talað er við hann um daglegt líf eða ýmis dægurmál
 •  ná aðalatriðum í samtali tveggja eða fleiri á eðlilegu dönsku talmáli
 •  lesa sér til gagns greinar og umfjallanir um viðfangsefni líðandi stundar sem skrifaðar eru út frá mismunandi sjónarhornum
 •  beita yfirlitslestri við lestur lengri og flóknari nytjatexta og átta sig á aðalatriðum
 •  beita og skilja stutta texta sem krefjast nákvæmnisskilnings
 •  taka þátt í umræðum um kunnugleg málefni og halda skoðunum sínum á lofti
 •  tala dönsku með nægilega góðum framburði og áherslum til að vel skiljist
 •  beita meginreglum danskrar málfræði og hafa vald á orðaröð og stafsetningu í rituðu máli

Hæfniviðmið 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:                         

 •  skilja megininntak talaðs máls í fjölmiðlum t.d. í fréttum, stuttum samtalsþáttum eða öðrum þáttum sem fjalla um efni líðandi stundar 
 •  skilja megininntak texta sem fjalla um nokkuð sérhæft efni sem ætlað er almenningi 
 •  lesa og skilja aðalatriði í smásögum og lengri bókmenntatextum ætluðum unglingum 
 •  nota grunnorðaforða sem unnið hefur verið með, á eigin forsendum í nýju samhengi 
 •  segja áreynslulaust frá ýmsu sem tengist áhugasviði hans 
 •  flytja fyrirlestur eða kynningu og víkja frá undirbúnum texta þegar það á við eða þegar áheyrendur óska eftir því 
 •  vinna úr heimildum og nýta sér þær við ritun á eigin texta með því að umorða 
 •  færa rök með eða á móti tilteknu málefni í riti 
 •  vera dómbær á eigin kunnáttu og námsvirkni 
 •  viðhafa jákvætt viðhorf til náms og hafa trú á eigin getu í faginu 

(Sjá áfangalýsingu)

Síðast uppfært: 21.03.2018