Námsgreinar

Hér til hliðar er listi yfir þær námsgreinar sem eru kenndar við skólann, skipulag þeirra og fagleg viðmið í hverjum áfanga. Þar eru upplýsingar um námið í hverri námsgrein og listi yfir þá áfanga (heiti og númer) sem eru í námskrá skólans. Kveðið er á um námsmat í áföngum í námsáætlunum sem gefnar eru út í upphafi hverrar annar.

Nemandi sem ætlar sér að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur námsárum þarf að ljúka 200 einingum á námstímanum.

Allir námsáfangar í bóklegum greinum og listgreinum eru 5 einingar en að auki þarf nemandi að ljúka 6 einingum í íþróttum.

Nemandi þarf því að ljúka á þessum tíma 38 áföngum í bók- og listgreinum auk 6 eininga í íþróttum og 4 eininga í Krossgötum.

Síðast uppfært: 16.01.2023