Námsframvinda og val nemenda
Nemendur sem ætla að ljúka námi á 9 önnum eða þremur námsárum
Nemandi sem ætlar sér að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur námsárum þarf að ljúka 206 feiningum á námstímanum. Þetta þýðir að hann þarf að jafnaði ýmist að ljúka 14 eða 15 bóklegum áföngum á hverju skólaári auk þess að ljúka 6 einingum í íþróttum á þeim tíma.
Nemendur sem ljúka námi á lengri tíma
Nemendur gera sjálfir áætlun um sína námsframvindu og áætluð námslok. Nemanda er frjálst að skipuleggja sitt nám þannig að það taki lengri tíma en 9 annir að ljúka náminu, svo fremi sem hann uppfyllir lágmarkskröfur um námsframvindu.
Lágmarkskröfur um námsframvindu innan skólaárs
Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 10 einingum á önn en þó ekki færri en 40 einingum á skólaárinu. Ef nemandi lýkur færri einingum þarf hann að sækja sérstaklega um að halda áfram í fullu námi við skólann. Fyrst þarf nemandinn að ræða við námsráðgjafa og síðan að fylla út sérstakt eyðublað með ósk um áframhaldandi nám.
Nemandi sem ekki uppfyllir lágmarksskilyrði í tilteknum áfanga þarf að endurtaka áfangann ef hann er skylduáfangi en ef svo er ekki hefur hann möguleika á að ljúka öðrum sambærilegum áfanga vilji hann það frekar. Í öllum slíkum tilvikum þarf nemandinn að fá staðfestingu skólans á því hvort áfanginn teljist sambærilegur með tilliti til sérsviðs, hæfniþreps og svo framvegis.
Áhrif slakrar ástundunar á námsframvindu
Skólinn setur ákveðnar reglur um áhrif slakrar ástundunar á námsframvindu. Sjá Reglur um skólasókn
Val nemenda
Félagsfræðabraut
Valið á fyrsta ári | Valið á öðru ári |
---|---|
Haustönn- Val ámilli námslína
| Haustönn- Farið yfir námsferla og staðan tekin |
Vetrarönn- Val á listgrein (aðal- og varaval) | VetrarönnVal fyrir vorönn undirbúið með kynningu |
Vorönn- Önnur sérhæfing- Framhaldsáfangar í íslensku - Framhaldsáfangar í félagsfræði (FS -lína) - Framhaldsáfangi í félagsfræði (HS -lína) - Framhaldsáfangi í sögu (HS -lína) | Vorönn- 4ða félagsgrein- Raungrein - Bundið val - Frjálst val |
Náttúrufræðibraut
Valið á fyrsta ári | Valið á öðru ári |
---|---|
Haustönn- Val ámilli námslína
| Haustönn- Farið yfir námsferla og staðan tekin |
Vetrarönn- Val á listgrein (aðal- og varaval) | VetrarönnVal fyrir vorönn undirbúið með kynningu |
Vorönn- Önnur sérhæfing- Framhaldsáfangi í íslensku | Vorönn- Framhaldsáfangi í líffræði (LE- lína)- Bundið val - Frjálst val |