Starfsbraut Menntaskólans við Sund
Megin markmið á starfsbraut Menntaskólans við Sund er að nemendum líði þar vel og umhverfið og námið veiti þeim öruggt og hvetjandi umhverfi til að þroska með sér hæfni og getu til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni dagslegs lífs; á heimili, í vinnu, tómstundum og frekara námi.
Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti sem eru sniðir að þörfum og getu nemenda og er unnið út frá einstaklingsmiðuðum námsáætlunum. Þar sem námið er einstaklingsmiðað er ekki sjálfgefið að nemandi geti tekið alla áfanga sem skilgreindir hafa verið í kjarna og því verður að gera ráð fyrir því að aðlaga þurfi áherslur í námi og bregða út af fyrirfram gefnum ramma. Eins er hugsanlegt að breyta þurfi einingafjölda í áföngum hverju sinni til að koma til móts við einstaklingsmarkmið.
Boðið er upp á nám í kjarnagreinum eins og íslensku, stærðfræði, ensku, íþróttum, heilbrigðisfræði, lífsleikni, félagsfræði, náttúrufræði og starfsfræðslu auk þess sem áhersla er lögð á list-, tækni-, og verkgreinar.
Starfsbraut er fjögurra ára nám að loknum grunnskóla og í samræmi við starfsár framhaldsskólans. Starfsbraut MS tók til starfa haustið 2022 og er vinna við ritun námsbrautarinnar í gangi samhliða annarri starfsemi brautarinnar.
Starfsfólk
Anna María Jónsdóttir, brautarstjóri starfsbrautar og kennari | Sævar Helgi Víðisson, stuðningsfulltrúi | Harpa Ragnarsdóttir, þroskaþjálfi | Hólmfríður Kría Halldórsdóttir, stuðningsfulltrúi |
Netfang: annaj@msund.is | Netfang: saevarv@msund.is | Netfang: harpar@msund.is | Netfang: holmfridurh@msund.is |
Einnig koma ýmsir fleiri kennarar skólans að kennslu á brautinni og er hópurinn breytilegur á milli anna.
Stuðningur utan kennslustunda
Á starfsbraut er stuðningur fyrir nemendur til staðar frá kl. 8:15 – 8:30 og eru nemendur hvattir til að mæta ekki fyrir þann tíma. Starfsfólk veitir stuðning í frímínútum og í hádeginu.
Skóladagatal - kennsludagar
Allar helstu dagsetningar skólaársins má finna hér á heimasíðu skólans. Ekki fer fram kennsla á matsdögum (appelsínugulir dagar í skóladagatalinu) á milli anna en á öðrum matsdögum er dagskrá með öðru sniði en hefðbundinni stundaskrá. Er dagskráin kynnt nemendum og forsjárfólki hverju sinni.
Staðsetning og aðstaða
Aðstaða starfsbrautar er í Andholti sem er á fyrstu hæð skólans. Staðsetningin er afar góð þar sem mikil nálægð er við mötuneyti skólans, íþróttahús og salerni. Aðstaða brautarinnar er einnig mjög góð en nemendur hafa þar afnot af kennslustofu, minni sérkennslu og/eða næðisrýmum og notalegri setustofu. Í setustofu hafa nemendur brautarinnar sérstakan ísskáp kjósi þeir að vera með nesti í skólanum.
Einnig er annað húsnæði skólans nýtt við nám og kennslu á brautinni, s.s. íþróttahús og listgreinastofur.
Gjaldskrá
Ekki er gert ráð fyrir að nemendur á starfsbraut kaupi námsbækur en þess í stað greiða þeir námgagnakostnað fyrir hverja önn. Að auki er greiddur sérstakur efniskostnaður fyrir list- og verkgreinaáfanga.
Gjaldskrá starfsbrautar vegna skólaársins 2022 - 2023 | Gjald | Það sem greitt er fyrir |
Innritunargjald fyrir hverja önn - Innritunargjald er lögbundið og óafturkræft | 4.000.- | |
Þjónustugjald fyrir hverja önn | 5.500.- | Aðgangur að þráðlausi neti og netfang. Prentkvóti (250 blöð). Aðgangur að Office 365 hugbúnaði o.fl. |
Nemendafélagsgjald SMS* (valkvætt) | 4.500.- | * |
Foreldraráð MS* (valkvætt) | 350.- | * |
Námsgagnakostnaður fyrir hverja önn | 6.000.- | Bækur, ritföng, forrit, námsefni á vef, fjölritun o.s.frv. |
Myndlist - kostnaður fyrir hverja önn sem myndlist er kennd | 3.000.- | Efni, s.s. pappír, litir, málning, blýantar. |
Heimilisfræði - kostnaður fyrir hverja önn sem heimilisfræði er kennd | 6.000.- | Hráefni til matseldar og baksturs. |
Leirmótun - kostnaður fyrir hverja önn sem leirmótun er kennd | 3.000.- | Efni, s.s. leir, glerungur og gifs. |
Fab Lab (stafræn framleiðsla) - kostnaður fyrir hverja önn sem Fab Lab er kennt | 6.000.- | Efni, s.s. vínyll (vegg- og tau), efni fyrir laserskurð, þrívíddarprentun o.s.frv. |
Fatahönnun - kostnaður fyrir hverja önn sem fatahönnun er kennd | 3.000.- | Efni, s.s. prufu- og fataefni, pappír í skissubók, grunnlitir í tvinna, sníðapappír, tímarit o.s.frv. |
*Kjósi nemandi að vera utan Skólafélags Menntaskólans við Sund (SMS) eða sleppa greiðslu til foreldraráðsins þarf að tilkynna um slíkt í tölvupósti til skrifstofu (msund@msund.is) tveim dögum fyrir eindaga greiðsluseðils hverrar annar og óska eftir endurgreiðslu á nemendafélagsgjaldi og/eða greiðslu til foreldraráðs.
Veikindatilkynningar- og leyfisbeiðnir
Veikindatilkynningar- og leyfisbeiðnir fara í gegnum INNU, sjá leiðbeiningar hér.