Námsbrautir

Félagsfræðabraut- Almenn lýsing

Á félagsfræðabraut er lögð áhersla á menningu, tungumál, sögu og samfélag. Þar fá nemendur tækifæri til að efla samskiptahæfni sína, lýðræðis- og jafnréttisvitund, læsi í víðum skilningi og tjáningu í ræðu og riti. Á félagsfræðabraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði hug- og félagsvísinda. Námið á félagsfræðabraut er verkefnatengt sem m.a. byggir á samþættingu námsgreina. Þar sem Menntaskólinn við Sund leggur sérstaka áherslu á náttúrulæsi og umhverfisvitund nemenda munu nemendur á félagsfræðabraut fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli málhæfni sína og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn hefur mótandi áhrif á samfélagið og hvernig saga, bókmenntir, listir, heimspeki, félagsfræði og hagfræði túlka og skilgreina þau lögmál sem þar eru að verki.

Náttúrufræðibraut - Almenn lýsing

Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á góðan skilning á náttúrufræðilegum hugtökum, vísindalegum vinnubrögðum og hugsunarhætti sem nýtist í daglegu lífi. Á náttúrufræðibraut er sérstök áhersla lögð á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem nýtast þeim í áframhaldandi námi á háskólastigi, einkum á sviði náttúruvísinda. Námið er verkefnatengt sem m.a. byggir á samþættingu námsgreina.

Menntaskólinn við Sund leggur sérstaka áherslu á náttúrulæsi og umhverfisvitund nemenda. Á náttúrufræðibrautinni fá nemendur tækifæri til að fást við viðfangsefni sem auka hæfni þeirra að þessu leyti. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum, styrki og efli þekkingu og hæfni sína til að skilja hvernig maðurinn er hluti af umhverfi sínu og læri að umgangast náttúruna af ábyrgð og virðingu í anda sjálfbærar þróunar og að nemendur geri sér grein fyrir því að vísindi og tækni eru mannanna verk, hugmyndir í stöðugri þróun og mikilvægi þess að allir skilji að þeir geti haft áhrif.

Uppbygging brauta innan hverrar námslínu út frá fjölda f-einingaFélagsfræðabraut

NáttúrufræðibrautFélagsfræði-sögu línaHagfræði- stærðfræðilínaLíffræði- efnafræði línaEðlisfræði- stærðfræðilína
1.Tungumál60605555
2.Félagsgreinar85702020
3.Raungreinar556550
4.Stærðfræði15302540
5.Listgreinar5555
6.Önnur sérhæfing15151515
7.Frjálst val15151515
8.Íþróttir6666

Samtals:206206206206


Uppbygging námsbrauta með skiptingu eininga í kjarna, brautarkjarna, sérhæfingu og frjálst valSkýring: Fjöldi áfanga og eininga sem nemendur taka á hverju námsári er bara leiðbeinandi. Nemendur geta bæði tekið fleiri eða færri einingar á hverju námsári og vinnuálag á einstökum önnum er einnig mismikið. Þar sem nemendur ráða nokkru um eigin námsframvindu er algengt að heildarfjöldi anna í námi til stúdentsprófs við skólann sé mismunandi. Nemendur skipuleggja nám sitt, og endurskipuleggja, á matsdögum.

Síðast uppfært: 31.08.2017