Innritun skólaárið 2023-2024

Innritun nýnema (nemenda í 10. bekk) fer fram 20. mars til 8. júní 2023.

Innritun eldri nemenda fer fram 27. apríl til 1. júní 2023.

Umsækjendur undir lögaldri hafa forgang í ferlinu en einnig er litið til námsframvindu, ástundunar og einkunna við röðun umsókna.  Fjöldi lausra plássa er takmarkaður og afmarkast af heimild skólans hvað varðar nemendafjölda í skólanum. Innritun fer eingöngu fram í gegnum Menntagátt og verður öllum umsóknum eldri nemenda svarað skriflega þegar niðurstaða liggur fyrir. 

Allar upplýsingar um skólann, námsbrautir og línur sem og félagslíf og myndbönd úr skólastarfi má finna undir flipanum kynningarefni efst á heimasíðunni. 

 

Síðast uppfært: 12.01.2023