Við Menntaskólann við Sund eru tvær brautir og hvor braut skiptist í tvær línur.

  • Á félagsfræðabraut er lögð áhersla á menningu, tungumál, sögu og samfélag. Þar fá nemendur tækifæri til að efla samskiptahæfni sína, lýðræðis- og jafnréttisvitund, læsi í víðum skilningi og tjáningu í ræðu og riti. Félagsfræðabrautin skiptist í félagsfræði-sögu línu og hagfræði- stærðfræði línu.
  • Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á góðan skilning á náttúrufræðilegum hugtökum, vísindalegum vinnubrögðum og hugsunarhætti sem nýtist í daglegu lífi.  Náttúrufræðibrautin skiptist í eðlisfræði- stærðfræði línu og líffræði- efnafræði línu.



Síðast uppfært: 11.02.2022