Reglur um heiðarleika í námi

Gefið út 26.1.2021

Einkunnarorð MS eru jafnrétti, heiðarleiki, virðing og ábyrgð. Þessi gildi eru hornsteinn þess skólabrags sem MS vill stuðla að og vera þekktur fyrir í samfélaginu. Nemendur bera ábyrgð á skólabrag ekki síður en starfsmenn skólans og með því að vinna heiðarlega sýnum við skólastarfinu virðingu, öxlum ábyrgð á störfum okkar og tryggjum að allir fái sömu tækifæri.Í Menntaskólanum við Sund gilda eftirfarandi reglur um heiðarleika í námi:

  1. Nemendum ber að kynna sér reglur um verklag og heimildanotkun í hverjum áfanga. Sé nemandi í vafa ber viðkomandi að leita til kennara og fá nánari leiðbeiningar.
  2. Skólinn lítur svo á að þegar nemandi skilar verkefni/prófi undir sínu nafni sé um að ræða eigið hugverk viðkomandi. Þetta á einnig við sé skilað fyrir hönd hóps, nemendur bera alltaf sameiginlega ábyrgð á því að unnið sé í samræmi við reglur og teljast ábyrgir reynist þær brotnar.
  3. Skólinn lítur svo á að þeir nemendur sem aðstoða samnemendur sína við að brjóta gegn reglum skólans teljist meðsekir og þar með brotlegir við skólareglur. Þetta á til dæmis við þegar brotið er gegn reglum um höfundarrétt með því að afhenda samnemendum verkefni til afritunar. Einnig á þetta við í einstaklingsverkefnum/prófum.