Nafngiftir í MS eru hluti af sögu skólans. Það er hefð fyrir því að gefa einstökum stöðum og svæðum heiti. Heitin eru oft örnefni fengin úr umhverfi skólans eða þau vísa í þá starfsemi sem þar hefur farið fram. Sum heitanna tengjast fyrstu árum í sögu skólans en önnur eru nýrri og töluverðar breytingar voru gerðar í tengslum við að byggt var við skólann, Þá urðu ný nöfn til, sum gömul heiti fengu annað hlutverk og önnur hurfu. Vinnu nafnanefndar MS 2018-2019 var stýrt af Lóu Steinunni Kristjánsdóttur en afrakstur þeirrar vinnu er birtur hér að neðan:

Staðsetning vinnuherbergja starfsfólks
- Ábótasæti: Skrifstofa umsjónarmanns. Er staðsett við aðalinngang MS á jarðhæð Aðalsteins.
- Pálsflaga: Vinnuherbergi íslenskukennara. Er staðsett á miðhæð Þrísteins.
- Þrætumói: Vinnuherbergi kennara erlendra mála. Er staðsett á efstu hæð Þrísteins.
- Völusteinn: Vinnuherbergi stærðfræðikennara. Er staðsett í Loftsteini.
- Langalína: Vinnuherbergi dönskukennara. Er staðsett í Loftsteini.
- Söguhornið: Vinnuherbergi sögukennara. Er staðsett í Loftsteini.
- Miklihvellur: Vinnuherbergi raungreinakennara. Er staðsett á efri hæð Langholts.
- Rofadalur: Vinnuherbergi enskukennara. Er staðsett á jarðhæð Aðalsteins.
- Oddi: Vinnuherbergi kennara í félagsfræði, hagfræði og viðskiptagreinum. Er staðsett á jarðhæð Langholts.
- Grjóthóll: Vinnuherbergi jarðfræði- og umhverfisfræðikennara. Er staðsett í Jarðsteini.
- Lausnarsteinn: Skrifstofur námsráðgjafa. Er í Loftsteini.
Skrifstofa skólans er á annarri hæð Aðalsteins og þar eru einnig skrifstofur stjórnenda, fjármálastjóra og skrifstofustjóra.
Staðsetning fundarherbergja
- Rökstólar: Er fundarherbergi fyrir 16-20 manns. Er í Jarðsteini.
- Tilveran: Fundarherbergi stjórnenda á skrifstofusvæðinu. Með rými fyrir um 8 manns. Er á annarri hæð Aðalsteins.