Viðbragðsáætlun Almannavarna - MS útfærsla

Menntaskólinn við Sundbirtir hér viðbragðsáætlun sína vegna yfirvofandi neyðar sem byggð er á áætlun Almannavarna frá árinu 2009. Endurskoðun þessarar áætlunar stendur fyrir dyrum þar sem m.a. verður tekið nánar á viðbrögðum vegna heimsfaraldurs, viðbrögðum vegna vár af mannavöldum og náttúruvár.

Viðbragðsáætlun MS - almannavarnir

Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna smithættu

Menntaskólinn við Sund leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk skólans gæti ítrustu varkárni vegna smithættu komi kórónaveiran til landsins. Vakin er athygli á því að landlæknisembættið uppfærir reglulega viðbragðasáætlun sína eftir því sem dreifing veirunnar verður meiri.

Aðgerðir Menntaskólans við Sund til að draga úr smithættu

  1. Sótthreinsun/handhreinsun: Búið er að setja upp á nokkrum stöðum í skólanum sprittbrúsa með sótthreinsivökva og eru allir hvattir til þess að nota þá reglulega. Þá hefur skólinn þegar pantað fjölda gólfstanda fyrir sprittbrúsa sem settir verða við allar snyrtingar í skólanum, við innganga að skólanum, íþróttahús og matsal og kaffistofu. Skólinn hvetur alla til þess að þvo sér vel um hendur með sápu og spritti og gæta ítrasta hreinlætis.
  2. Sérstök sótthreinsun flata sem margir snerta: Sett hefur verið upp aðgerðaáætun um hreinsun flata sem margir snerta á hverjum degi. Það sem hér ræðir er: Sótthreinsun borða í matsal skólans og á kaffistofu starfsfólks, hreinsun hurðahúna að stofum og öðrum rýmum, Hreinsun æfingatækja í tækjasal skólans, hreinsun lyklaborða við tölvur skólans.
  3. Fræðsla fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans: Sett hefur verið upp áætlun um að fræða og upplýsa þá sem starfa í MS, nemendur og forráðamenn þeirra um fyrirbyggjandi aðgerðir sem landlæknisembættið leggur til að gripið verði til og mun skólinn í þessu samhengi setja upp plaköt í skólanum, nýta tölvusamskipti, heimasíðu skólans og aðra vefmiðla til að vekja athygli á fyrirbyggjandi aðgerðum og hvernig ber að haga sér vakni upp grunsemdir um smit.
  4. Aðgerðir MS verði lýst yfir heimsfaraldri: Í Öryggisnefnd skólans og á fundum stjórnenda hans hefur þegar verið rætt um hvernig skólinn geti undirbúið sig versni ástandið og lýst verði yfir heimsfaraldri kórónaveirunnar. Ljóst er að skólinn mun í öllu fylgja tilmælum landlæknisembættisins en skoðað verður sérstaklega hvernig skólinn geti haldið úti skólastarfi ef til þess kæmi að hefðbundið skólastarf raskist.

Síðast uppfært: 27.02.2020