Kynningarmyndbönd

Allt um MS

Hér má sjá myndband sem nemendur hafa útbúið til að kynna skólann sinn. Fjallað er um skólann, húsnæðið, brautirnar og línurnar og auðvitað félagslífið.

Félagsfræðabraut

  • Á félagsfræðabraut er lögð áhersla á menningu, tungumál, sögu og samfélag. Þar fá nemendur tækifæri til að efla samskiptahæfni sína, lýðræðis- og jafnréttisvitund, læsi í víðum skilningi og tjáningu í ræðu og riti. Félagsfræðabrautin skiptist í tvær línur:
    • félagsfræði- og sögulínu
    • hagfræði- og stærðfræðilínu.

Náttúrufræðibraut

  • Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á góðan skilning á náttúrufræðilegum hugtökum, vísindalegum vinnubrögðum og hugsunarhætti sem nýtist í daglegu lífi. Náttúrufræðibrautin skiptist í tvær línur:

    • eðlisfræði- og stærðfræðilínu
    • líffræði- og efnafræðilínu.

Síðast uppfært: 11.02.2022