- Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli með tvær brautir og fjórar námslínur til stúdentsprófs.
- Þriggja anna kerfi sem þýðir að skólaárinu er skipt í þrjár jafnlangar annir. Haustönn, vetrarönn og vorönn. Hver önn er 12 vikur og skiptist í kennsludaga, matsdaga og umsjónardag.
- Nemendur á félagsfræðabraut taka eina listgrein í kjarna. Allir nemendur geta svo valið sér listgreinar hafi þeir áhuga á. Um er að ræða, myndlist, fatahönnun, leirmótun, raftónlist og kvikmyndagerð.
- Fjölbreytni í náms -og kennsluháttum og áhersla lögð á skapandi, verkefnatengt og samvinnutengt nám og unnið er út frá þeirri kennslufræði að byggja upp námskraft nemenda (BLP).
- Ekki er sérstakt prófatímabil heldur er símat í öllum áföngum og gert er ráð fyrir stöðugri og jafnri vinnu allra út allt skólaárið.
- Nemandi í fullu námi er ýmist í 4 eða 5 áföngum í einu en kerfið er sveigjanlegt og býður upp á það að nemendur stilli af námshraða sinn miðað við getu og aðstæður.
- Félagslífið er öflugt og og fjölmargar nefndir starfandi. Í hverri nefnd er gert ráð fyrir nýnema að hausti til, svo nemendur sem hafa virkilegan áhuga á að hafa áhrif á félagslífið geta sótt um setu í nefndum strax við upphaf skólagöngu sinnar.
Síðast uppfært: 10.05.2023