Viðurkenning fyrir góðan árangur í frönsku

Nýstúdentunum Haddý Maríu Jónsdóttur, Vilhelmínu Þór Óskarsdóttur og   Anítu Ýr Halldórsdóttur var boðið í móttöku í franska   sendiherrabústaðinn 11. júní sl. Tilefnið var að taka á móti   viðurkenningu sem Franska sendiráðið veitir nemendum fyrir góðan  árangur  í frönsku á stúdentsprófi. Þarna hittast nemendur og kennarar  úr hinum  ýmsu framhaldsskólum og fulltrúar sendiráðsins. Í ár voru  verðlaunin  frönsk alpahúfa "béret" og ársaðild að Alliance française í  Reykjavík.  Aðildin veitir aðgang að frönsku bóka- og kvikmyndasafni og  afslátt á  franska menningarviðburði.  Við óskum þeim stöllum  hjartanlega til  hamingju með heiðurinn. 

Hér má sjá Höddu Maríu með  franska sendiherranum  Graham Paul.

Og hér er hópur nemenda sem mætti í ráðherrabústaðinn ásamt franska sendiherranum.