Verðlaun fyrir sjálfbærni

Fjögur fyrirtæki í fyrirtækjasmiðju MS lentu í úrslitum í  keppni Ungra frumkvöðla þar sem þau kynntu fyrirtækin sín og  vörur með miklum sóma. Hápunkturinn var þegar fyrirtækið KARPO  vann til verðlauna fyrir sjálfbærni en í þeim flokki var einstaklega  mikil samkeppni í ár. Að taka þátt í svona keppni reynir mikið á  krakkana þar sem samkeppnin er mikil en þetta er jafnframt ómetanleg  lífsreynsla sem á eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni