Vel sóttur fundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

5.9.2017: Það var góð mæting á fund skólans með foreldrum og forráðamönnum nýnema þrátt fyrir að fótboltaleikur væri í gangi á Laugardalsvellinum á sama tíma. Greinilegt að nýnemar hafa almennt gott bakland sem er ákaflega mikilvægt fyrir þá þann tíma sem þeir eru í framhaldsskóla.

Frá foreldrafundi í MS