Upphaf vetrarannar og töflubreytingar

Á morgun, þriðjudag er fyrsti kennsludagur vetrarannar 2022-2023.  Stundatöflur annarinnar eru nú tilbúnar og aðgengilegar nemendum í INNU. Nemendur geta sent inn ósk um töflubreytingu til klukkan 15:00 í dag. Eingöngu er tekið við töflubreytingum í gegnum INNU, öllum nemendum hefur verið sendur tölvupóstur með leiðbeiningum varðandi töflubreytingar.