Tölvukerfi skólans er komið í lag

Rafmagn fór af hverfinu okkar í morgun og við það datt tölvukerfi skólans einnig út. Það hefur tekið töluverðan tíma að koma kerfinu í lag eftir þetta. Við náðum tölvupósti og netsambandi fljótlega eftir að rafmagn komst á ný en aðgangur að prenturum og serverum hefur verið lokaður í allan dag þar til nú. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.