Stefnumótun til næstu þriggja ára

Menntaskólinn við Sund hefur samkvæmt lögum lagt fram til ráðuneytis stefnumótunarskjal sitt til næstu þriggja ára þar sem gerð er grein fyrir því hvaða markmið skólinn hefur sett í nokkrum málaflokkum, Hér er ekki um heildstæða stefnumótun að ræða heldur eru örfá atriði tekin til umfjöllunar. Markmiðin snúa að námi við skólann, námsframvindu nemenda, brotthvarfi og áherslum í umhverfismálum en einnig er gerð grein fyrir áherslum skólans varðandi rekstrarþætti. {Sjá nánar]