Rekstraráætlun og stefnumótunarskjali til næstu þriggja ára hefur verið skilað til ráðuneytis

27.11.2017. Skólinn skilaði til mennta- og menningarmálaráðuneytis í dag rekstraráætlun fyrir 2018 ásamt stefnumótunarskjali til næstu þriggja ára eins og reglur gera ráð fyrir. Í rekstraráætlun skólans kemur m.a. fram að rekstur skólans er mjög erfiður og er ástæðan einkum tvíþætt. Ekki er greitt fyrir alla nemendur skólans þó óumdeilt sé að þeim fylgi kostnaður og árangur skólans til að draga úr brotthvarfi hefur leitt til þess að ársnemendur eru fleiri en fjárheimild gerir ráð fyrir. Í stefnumótunarskjalinu eru áherslur næstu ára lagðar út frá þeim gögnum sem hægt er að nota á þessari stundu. Áætluð nemendafækkun í framhaldsskólum landsins mun hafa víðtæk áhrif á skólastarf almennt og á starfsemi Menntaskólans við Sund ekki síður. Það eru því að öllu óbreyttu bæði spennandi tímar framundan en einnig erfiðir út frá rekstrarlegum forsendum.