Niðurstöður úr nemendakönnun haust 2018

Niðurstaða úr fyrstu nemendakönnuninni eftir að síðustu nemendur eldra kerfis voru brautskráðir liggur nú fyrir. Þátttaka í könnuninni var all miklu betri en í fyrra en 445 nemendur af 653 tóku þátt eða 68% nemenda. Heildarniðurstaðan er afar góð og sú besta sem hefur fengist í mjög mörg ár. Það er því ljóst að eitthvað erum við að gera rétt í MS og nemendur okkar eru almennt ánægðir í skólanum, bæði með námið, kennsluna og hið nýja fyrirkomulag hér í MS. Við erum stolt af kennurum skólans!