Miðannarmat er nú aðgengilegt

Miðannarmat (stöðumat) er nú aðgengilegt nemendum og forráðamönnum í vinnuleiðinni miðannarmat í Innu. Miðannarmatið er gefið í hverri námsgrein og er byggt á ástundun, prófum, raunmætingu og verkefnum nemenda í greininni fyrstu 5 vikur vorannar. Matið gefur upplýsingar um það hver staða nemenda er í náminu um miðja vetrarönn.

Matskvarðinn er þrískiptur:

G Gott (frammistaða á bilinu 8 - 10) merkir að með sama áframhaldi mun nemandi ná góðum árangri í áfanganum. Nemendur eiga hrós skilið og eru hvattir til að halda áfram á sömu braut.

V Viðunandi (frammistaða á bilinu 5 - 7) merkir að nemandi stendur sig þokkalega og góðar líkur á að með sama áframhaldi muni hann standast lágmarkskröfur eða ná þokkalegum árangri í áfanganum. Fái nemandi V er mikilvægt að slaka hvergi á í námi og jafnvel að gera betur.

Ó Ófullnægjandi (frammistaða á bilinu 1 - 4) merkir að nemandi stendur sig ekki nægilega vel í náminu og mun með sama áframhaldi að öllum líkindum falla í áfanganum. Einkunnin Ó í grein gefur þau skilaboð að nemandinn verði að taka sig verulega á í náminu og leita alls mögulegs stuðnings við námið sem kostur er á.

Við hvetjum nemendur og forráðamenn að fara yfir miðannarmatið (stöðumatið) saman og skipuleggja framhald námsins í ljósi þess. Einnig bendum við á að námsráðgjafar skólans eru til viðtals og þær geta bent á leiðir fyrir nemendur sem þurfa að taka sig á. Nemendum með ófullnægjandi í tveimur námsgreinum eða fleiri er bent á að hafa strax samband við námsráðgjafa.

Það er von okkar að matið verði nemendum almennt hvatning til að gera enn betur í náminu.