Matsdagar í október og haustfrí

Miðvikudagurinn 11. október og fimmtudagurinn 12. október eru matsdagar.  Matsdagar eru skóladagar ætlaðir  kennurum til að vinna   að námsmati og nemendum til að vinna  sjálfstætt að verkefnum. Ekki er skráð viðvera á matsdögum en skólinn er  opinn og kennurum heimilt að boða nemendur í skólann í tengslum við  námsmat t.d. sjúkrapróf. Hér mun birtast dagskrá sjúkraprófa á matsdögum þegar hún er tilbúin. 

Föstudaginn 13. október er haustfrí og skólinn er lokaður.